Þema Trúðanna:
Eftir Gunnar Bergman
Við erum trúða, lúða, flúða sveppa,
leppa hneppa saman,
gaman er í trúðaskóla.
Við heitum Belgur svelgur, algjör elgur,
skafís étur Lævís og hann Dropi sopi,
svo er líka Bóla.
Nú er búið frekar snúið, soldið lúið
leikrit okkar, slitnir sokkar, heim
og geim við höldum trúðar.
Þar bíða okkar, stórir flokkar, spilastokkar,
feiknastórir, talsins fjórir,
súkkulaði snúðar.
Þið voruð góðir, óðir, móðir áhorfendur,
eins og stendur, aðdáendur,
sko í alla staði æði.
Þið megið alveg koma aftur, sérhver kjaftur,
í leikhúsið og reykhúsið, okkur knúsið,
sjáum góða skapið, engu tapið bæði.
En prófessorinn, ga ga orðinn, niðurskorinn,
ruglaður í kollinum, á pollinum, á skallanum
á inniskónum skallann bónum látlaust.
Hann er skóla, bóla, kóka kóla, meistari
og kreistari og sokkalokkaleistari, og veit
sem geit á beit svo mikið, spikið spauglaust.
Við erum svakaflott með skítaglott
og apaskott, með falskar tennur, bleikar
spennur, sullumbull, í fullum skrúða.
Og þett´er vitlausasti, klikkaðasti, ruglaðasti
texti í örum vexti, sem að nokkur
hefur samið, eða lamið saman, fyrir trúða.
Hljómar: C-F