Íslenskar stúlkur
Netfélag íslenskra
klæðskiptinga - Stofnað 1997
Velkomin á heimasíðu Íslenskra stúlkna.
Tilgangur síðunnar er tvíþættur:
1) Að sameina klæðskiptinga á Íslandi.
2) Að hjálpa vinum og vandamönnum að skilja hvað klæðskipti
eru.
Hér eru ekki:
-Myndir
-Einkamálaauglýsingar
Hvað er á síðunni:
Undir "Íslenskar stúlkur" finnur þú upplýsingar um félagsskapinn, hvað við gerum, hvernig hægt er að hafa samband við okkur o.s.frv.
Undir "Klæðskipti - spurningar & svör" finnurðu almennan fróðleik um klæðskipti og klæðskiptinga. Þessum fróðleik er safnað að úr ýmsum áttum og hafa ber í huga að upplýsingarnar geta verið misvísandi. Ennfremur er ekki endilega víst að meðlimir Íslenskra stúlkna séu sammála öllu sem þarna kemur fram. Þetta er gert til að auðvelda t.d. aðstandendum að skoða og mynda sér sína eigin skoðun út frá upplýsingum sem aðrir hafa lagt fram.
Undir "Blogg" er að finna vefdagbækur nokkurra meðlima félagsins. Þar er hægt að finna litlar sögur, frásagnir, hugrenningar, góð ráð og fleira sem liggur klæðskiptingum á hjarta.
Vonandi verður heimsókn þín á síðuna þér til gagns og gamans.
|
Þú ert gestur nr.:
|