Íslenskar stúlkur
Netfélag íslenskra
klæðskiptinga

Stofnað 1997

:: Loka glugga ::

Klæðskiptingar

Klæðskiptingar eru þeir karlmenn kallaðir sem hafa kynferðislega nautn af því að klæða sig í kvenföt og hegða sér sem konur. Allir vita hins vegar að margar konur klæðast gjarnan karlmannsfötum. Ef það er af kynlífsnautn er annaðhvort um að ræða lesbíu eða konu sem vill skipta um kyn, kynskipting.

Klæðskiptingar eru haldnir óviðráðanlegri þörf fyrir að klæðast kvenfötum. Þegar þeir eru klæddir sem karlmenn finnst þeim þeir vera þunglyndir, þvingaðir og eiga erfitt með að einbeita sér, en þetta hverfur sem dögg fyrir sólu þegar þeir klæðast kvenfötum. Grunnurinn að þessum tilhneigingum er lagður snemma í lífinu og margir klæðskiptingar segja frá því að þeim hafi verið refsað í barnæsku með því að klæða þá í stúlkuföt. Í öðrum tilvikum hefur einhver mikilvæg manneskja í lífi þeirra, oftast móðir, lagt mikla áherslu á kvenleika eða unnið gegn karlmennskutilhneigingum þeirra á mjög sterkan hátt í æsku. Þessi tilhneiging til klæðskipta getur komið fram í barnæsku, en einnig getur verið að hún komi ekki fram fyrr en á kynþroskaaldri.

Ekki má rugla klæðskiptingum saman við samkynhneigða, enda afneita flestir klæðskiptingar samkynhneigð.

Í upphafi tengist það að klæðast kvenfötum mjög kynferðislegri nautn, en síðar breytist það þannig að klæðskiptingnum líður í raun aldrei vel nema í kvenfötum. Þannig klæddur finnur hann innra jafnvægi sem hann finnur annars ekki.
Sjaldnast tengist þessi tilhneiging geðveilu á einn eða annan hátt, en getur þó gert það. Einkum geta klæðskiptingar átt í erfiðleikum með sjálfsmynd sína. Þeir viðurkenna að þeir séu karlmenn og skilja að aðrir hljóti að undrast þessa hegðun þeirra. Þeir eiga þó oft erfitt með að skilja hversu erfitt þetta getur verið fyrir þeirra nánasta umhverfi. Þeir hafa enga löngun til kynskipta.

Hér áður fyrr var hegðun þeirra bönnuð með lögum í flestum löndum, en nú hefur það breyst víða. Klæðskiptingar hafa víða stofnað með sér samtök, svokölluð "TV?samtök" og gefa út blöð ætluð klæðskiptingum. Þessi tilhneiging virðist vera algengari en almenningur gerir sér grein fyrir, enda reyna klæðskiptingar að fela þessa tilhneigingu, nema í því umhverfi þar sem hún er samþykkt eða enginn verður var við hana.
Sigtryggur Jónsson

Uppruni:
http://www.persona.is/ht/kynlif/kynlif/kynlif_9.htm

1