Íslenskar stúlkur
Netfélag íslenskra
klæðskiptinga

Stofnað 1997

:: Loka glugga ::

Spurning:
Ég er fimmtugur karlmaður,sem hefur frá því ég man eftir mér haft mikla ánægju að þvi að klæðast kvennmannsfötum. Það virðist sem það sé einhver öfuguggaháttur, en það er í lagi þegar kvenfólk klæðist karlmannsfatnaði, jafvel daglega. þá er það smart og jafnvel í tísku. Hin síðari ár hefur þörfin sífellt vaxið, ég er farinn að raka á mér fæturna, svo þeir líti betur út í sokkabuxum, raka á mér bringuna, svo gerfibrjóstin komi betur út, og hugsa æ oftar hvort ég ætti að láta breyta mér í konu. Ég hef aldrei leitað neinnar aðstoðar, og fáir vita um þessa þörf mína. Hvað á ég að gera?
Kveðja [Nafni eytt]


Svar:
Heill og sæll, [Nafni eytt].
Þú átt að vera ánægður með sjálfan þig og tilveruna. Annað hvort sættirðu þig við þessa hvöt þína eða reynir að sigrast á henni. Hvort tveggja geturðu gert með aðstoð sálfræðings eða geðlæknis. Ef þú lest þér til um kynraskanir hérna geturðu séð hvað þetta er allt kallað. Það ástand sem þú lýsir hefur þekkst lengi en enginn veit í raun hvað veldur. Nú orðið eru kynskiptingar mögulegar og kannski er það lausn í þínu tilviki. En áður en farið er út í slíka sálma er málið rannsakað mjög gaumgæfilega því það verður ekki svo hæglega aftur snúið í þessum efnum. Hin leiðin er að bægja þessum hugsunum og hegðun frá sér með markvissri meðferð. Þú ræður hvorn kostinn þú tekur en þú getur líka fengið aðstoð sálfræðings eða geðlæknis til að vega og meta kosti þeirra og galla.

Góðar stundir
Reynir Harðarson
sálfræðingur

1